Áhrifalaus smáflokkur

Punktar

Sjálfstæðisflokknum tókst að reka erindi kvótagreifa á Alþingi, af því að mikill þingmannafjöldi flokksins endurspeglar fortíðina. Eftir kosningar verður þetta áhrifalaus smáflokkur. Um áratugi hefur Flokkurinn notað atkvæði fátæklinga og fábjána til að þjóna ýmsum sérhagsmunum. Nú hefur fylgið hrunið af honum í fyrsta skiptið. Fólk hefur séð gegnum hann og síðan farið út að æla. Þess vegna fær hann lítið fylgi í kosningunum. Þess vegna verða breytingar á stjórnarskrá samþykktar á nýju þingi. Þar á meðal fær eignaréttur á auðlindum hafsins að renna frá kvótagreifum til þjóðarinnar.