George W. Bush Bandaríkjaforseti gekk um daginn stafkarls stíg til Sameinuðu þjóðanna. Thomas L. Friedman segir í New York Times, að viðbrögð ráðamanna umheimsins hafi efnislega verið þessi: Ert þú að tala við okkur? Þetta er þitt stríð, vinur. Við sögðum þér það fyrirfram. Þú eyðilagðir Írak og þú átt það sjálfur. Þú ert í klípu, af því að þú og skattgreiðendur þínir verða að halda áfram með dæmið. Hvers vegna ættum við að borga? … Það er ekki sama að vera Churchill og vera kjáni. Hvort þú ert, kemur í ljós í tímans rás. Þú skalt ekki búast við, að borgum fyrir að fá að vera áhorfendur á pöllunum. Við erum ekki fæddir í gær.