Áhættusæknir segja nei

Punktar

Hinir áhættusæknu segja nei við IceSave. Vilja láta málið fara fyrir dóm, þótt það geti margfaldað tjónið. Sumir telja beinlínis, að eðlilegt sé að leysa samskipti með málaferlum. Nei jafngildir ekki heimsendi. Framlengir þó kreppuna, hægir á uppgangi. Fé mun skorta til framkvæmda, því að lánsfé verður minna en ella og vextir miklu hærri. Lánshæfi Íslands verður metið verra, burtséð frá skuldastöðunni. Lánshæfi fer meira eftir greiðsluvilja en greiðslugetu. Það er bara einföld staðreynd lífsins. Við tókum of mikla áhættu í aðdraganda hrunsins. Nú er komin tími fyrir áhættufælni. Fyrir Já.