Ágreiningurinn í þjóðfélaginu er ekki milli þeirra, sem eru með og móti Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki milli þeirra, sem eru með og móti aðild að Evrópusambandinu. Ágreiningurinn er milli þeirra, sem vilja breyta og vilja ekki breyta. Hann endurspeglast í kosningu dagsins til stjórnlagaþings. Stór hluti þjóðarinnar, nærri helmingur, vill byrja sambúð þjóðarinnar upp á nýtt með nýjum leikreglum. Þessi hluti hafnar fjórflokknum og vill setja á loft ný og betri viðmið, nýtt og betra siðferði. Ágreiningur þeirra, sem vilja breyta og vilja ekki breyta, yfirskyggir annan ágreining þjóðarinnar.