Afturvirk innheimta

Punktar

Hef séð á blogginu hugmyndir um, að láta ríkistryggingu innistæðna ganga til baka. Innheimta fjárhæðir, sem ranglega voru greiddar út og voru umfram hámark innistæðutrygginga. Afturvirkni er að vísu erfið, en samt freistandi. Líklega mun Hæstiréttur dæma hana ógilda. Hann stendur með auðstéttinni gegnum þykkt og þunnt. Stóru mistökin í neyðarlögum Geirs Haarde fólust í að tryggja innistæður auðmanna á kostnað skattgreiðenda. Ég hef margoft bent á, að það mátti aldrei gerast. Auðmenn áttu að fá að bera sínar byrðar eins og aðrir. Þar að auki gaf það Bretlandi og Hollandi óbærilegt haustak á ríkinu.