Aftur orðnir skrímsli

Punktar

Bankahrunið varð vegna bankanna. Orðnir að skrímsli, sem framleiddi peninga eins og skít, er voru verðlausir eins og skítur. Þannig hrundu þeir og þannig hrundi Seðlabankinn og ríkissjóður fór á hliðina í ofanálag. Bankarnir eru enn orðnir að skrímsli. Í skjóli einokunar okra þeir stjórnlaust á fyrirtækjum og fólki. Hafa grætt 400 milljarða frá endurreisn þeirra, núna um 80 milljarða á ári. Bankarnir eru að láta þjóðfélaginu blæða út. Nú þegar verður að stöðva þá, reka siðblinda bankstera og setja inn ábyrgt fólk. Jafnfram verður að stöðva vaxtaokrið tafarlaust, afnema verðtryggingu og síðan að losna við krónuna.