Mér finnst Samfylkingin fara nokkuð geyst í stífluna við Kárahnjúka. Flokkurinn samþykkti stífluna á sínum tíma og fæst ekki til að segja, hvort leyndar upplýsingar hefðu breytt afstöðu flokksins, ef þær hefðu komið fram í tæka tíð. Ef Samfylkingin ætlar að skafa af sér landníðslustimpilinn, á hún annað hvort að segjast mundu hafa verið andvíg á alþingi eða biðjast afsökunar á framgöngu sinni þar í málinu. Hún getur ekki kastað málinu svona létt aftur fyrir sig. Hún þarf að gera upp sakirnar við fortíðina, annars verður litið á æsing hennar þessa dagana sem slátt á pólitískum keilum.