Með ólíkindum er umræðan um að taka upp einhverja aðra gjaldmiðla en evruna. Nefndir eru til sögunnar afskekktir gjaldmiðlar, sem þungbært er að nota í viðskiptum okkar við umheiminn og í ferðum okkar til útlanda. Sem einfalda ekki samskiptin við umheiminn, sem langmest eru við löndin í Evrópu. Hafið þið ekki tekið eftir, að evran hefur haldið sínu í lífsins ólgusjó síðustu mánuði? Þótt íslenzkir fjölmiðlar hafi linnulaust lapið gömlu tugguna upp úr Daily Telegraph um, að Evrópusambandið sé að hrynja. Evran hefur ekki tekið mark á því dagblaði Evrópuhaturs. Hún reynist traust, þrátt fyrir Grikkland.