Afsakið, afsakið

Punktar

Devon Largio hefur tölvukeyrt yfirlýsingar ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta og fundið 23 mismunandi forsendur stríðsins gegn Írak. Þær snúast um allt milli himins og jarðar, frá meintum gereyðingarvopnum Saddam Hussein yfir í meint getuleysi Sameinuðu þjóðanna við að breiða vestrænt lýðræðiskerfi út um allan heim. … Í viðtali við Washington Post sagðist Largio eftir tveggja ára vinnu ekki hafa komizt að raunverulegri ástæðu stríðsins. Það stafar auðvitað af, að fyrst var ákveðið að fara í stríð og síðan var leitað að afsökunum fyrir þeirri ákvörðun. Þær afsakanir fylgdu því, sem heppilegast og mest sannfærandi var talið á hverjum tíma. …