Áfram verður leyndó

Punktar

Á blaðamannafundi í dag bar Geir Haarde óbeint til baka frétt dagsins í Times. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og samkomulag við Bretland vera aðskilin mál. Samkvæmt því hefur sjóðurinn fallið frá fyrri kröfu eða þá að frétt blaðsins er röng. Vont er, að ekki skuli vera hægt að slá þessu föstu. Hingað til hefur lítið verið að marka Geir. Þjóðin verður bara enn að bíða og sjá. Geir sagði raunar lítið annað á fundinum en að ótímabært sé að finna blóraböggla og að þjóðin verði að standa saman. Hann hefur alltaf sagt það. Innihald samkomulagsins við sjóðinn er enn leyndó.