Cancún er eðlilegt framhald Kaupmannahafnar, þar sem sóðar heimsins tóku völdin í loftslagsmálum. Svo mikil göt voru á niðurstöðum Cancún-fundarins, að sóðar sleppa með að gera ekkert. Hin góðu áhrif Evrópusambandsins dvína, hin illu áhrif Kína og Bandaríkjanna aukast. Engar horfur á, að framlengdur verði Kyoto-sáttmálinn um aðgerðir í loftslagsmálum. Hann rennur út eftir tvö ár og mannkynið stefnir hratt til óleysanlegra vandamála. Samninganefnd Íslands var bara að ljúga, er hún sagði fundinn í Cancún hafa verið góðan. Niðurstaðan var einfaldlega sú, að við munum áfram fljóta að feigðarósi.