Philip Bowring skrifar í International Herald Tribune um lungnabólguæðið, sem hann segir minna á gin- og klaufaveikiæðið fyrir þremur árum. Fyrst hafi Kína verið í afneitun og síðan hafi Hong Kong verið með tregðu. Hvort tveggja hafi síðan leitt til skelfingar, þegar dauðsföll fóru að fréttast. Hann segir, að hættan af lungnabólgunni sé feiknarlega ofmetin. Aðeins hafi einn af hverjum 80.000 íbúum Hong Kong fengið veikina og aðeins 4% hinna sýktu hafi látizt, svipað og gerist í venjulegri lungnabólgu. Hann segir, að beinbrunasótt og heilabólga séu ferðamönnum hættulegri í Suðaustur-Asíu. Engin ástæða sé til að takmarka ferðalög vegna lungnabólgunnar nýju.