Halldór Halldórsson segir gengisspá Seðlabankans vera blauta tusku framan í sveitarfélögin. Formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga býr við ramma afneitun. Margar sveitarstjórnir hafa lengi hunzað viðvaranir Seðlabankans og annarra. Allir hafa varað þær við að skuldsetja sig í erlendri mynt. Með allar tekjur sínar í krónum. Ábyrgðarlausir menn í sveitarstjórnum hafa hins vegar kastað blautri tusku framan í útsvarsgreiðendur. Árni Sigfússon til dæmis. Nú verða útsvarsgreiðendur í Reykjanesbæ að greiða mun hærra útsvar en ella. Þeir munu svo vonandi reka fjárglæframennina í næstu kosningum.