Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í afneitun. Telur hrunið Framsókn að kenna, því að hún aðstoðaði Sjálfstæðið við að búa til eftirlitslausa frjálshyggju í bönkum. Er bara ekki nægileg skýring á hruninu. Hefði bara dugað í svipaða kreppu og er í öðrum frjálshyggjuríkjum. Ástæðan fyrir því, að hér er ekki kreppa, heldur hrun, er Samfylkingin. Hún hefur setið í ríkisstjórn allan þann tíma, sem einkenni kreppu hafa vaxið. Í heilt ár hefur Ingibjörg Sólrún séð einkennin og heyrt um þau. Samt sagði hún í lok september, að hún sæi enga kreppu. Hún var sjálf á vaktinni og það var hún sjálf, sem brást.