Guðmundur Jónsson í Byrginu og kona hans Helga Haraldsóttir eru í ástandi, sem fíknifræðingar kalla afneitun. Þrátt fyrir fangelsisdóm Guðmundar er enga iðrun að finna hjá hjónunum. Helga er í viðtali DV í dag og virðist þar fullyrða, að allt sé rangt, sem um þau er sagt. Þar á meðal dómsorðin sjálf, sem voru beinskeytt. Markmið viðtalsins er að snúa neikvæðri umræðu í jákvæða. Slík er aðeins hægt, ef viðkomandi sýnir iðrun og lofar yfirbót. Afneitun vandamálsins snýr hins vegar engum lesanda og missir marks. Málið er ógeðslegt og hryllilegt vegna eigin verka Guðmundar. Sem einskis iðrast.