Afneitun fjölmenningarsinna

Punktar

Hjá fjölmenninarsinnum er víðtæk afneitun á lærdómi vesturlanda af blóðbaðinu á Charlie Hebdo. Þeir neita að sjá bilunareinkenni á stefnu fjölmenningar. Það má greinilega sjá á viðbrögðum þeirra á fésbókinni við hvers konar gagnrýni. Ég varð greinilega var við þetta síðustu daga. Sumir fjölmenningarsinnar eiga bara eftir garg og aðsúg í vopnabúrinu. Vilja ekki hlusta á neinar hugmyndir um lagfærða stefnu. Munu þó eiga eftir að verða fyrir enn meiri vonbrigðum. Fjölgi hryðjuverkum í Evrópu, mun stuðningur fólks við núverandi fjölmenningarstefnu fljótt þorna upp. Réttur tími til að skipta niður um gír er því nú, ekki síðar.