Viku fyrir kosningar gaf Viðreisn út skriflega stefnuyfirlýsingu. Þar var lofað: 10 milljörðum í nýjan Landspítala, 18 milljörðum í uppsafnaða þörf á spítalanum, 6 milljörðum í stórátak í öldrunarþjónustu, 4 milljörðum í minni greiðsluþátttöku almennings og 1 milljarði í heilsugæzlu. Í stjórnarmyndunarviðræðum í vikunni skrapp þetta niður í samtals 7 milljarða. Pawel Bartoszek þingmaður afneitaði beinlínis loforðinu í Kastljósi og sagði blaðamann ljúga til um það. Þeir geta verið brattir glæframenn Viðreisnar. Sömdu stefnuskrá í anda velferðar. Afneita henni svo, þegar þeir kasta grímunni og birtast sem höfuðandstæðingar velferðar.