Afleiðingar einkavina

Punktar

Einkavinavæðing opinberrar þjónustu hefur í flestum tilvikum sömu afleiðingar. Þegar opinberar einokunarstofnanir eru hlutafélagavæddar, er innleidd græðgi einkabransans. Þegar svo er farið skrefinu lengra og opinberar einokunarstofnanir eru seldar, leikur fjandinn lausum hala. Nýir stjórnendur hata jafnt kúnna sína og starfsfólk. Kemur fram í þrýstingi á aukin afköst í vinnu og í lakari þjónustu við þolendur einokunarþjónustunnar. Þetta sést í nágrannalöndunum, þar sem reynt hefur verið að einkavæða opinbera þjónustu. Því þarf ekki að gera slíkt hér, við vitum um erlenda reynslu. Grunnþjónusta ríkisins á yfirleitt að vera ríkisrekin.