Ekki hef ég vit á, hvort 370 milljón króna greiðsla dugir fyrir aflátsbréfi. Hitt veit ég, að lýsing Bjarna Ármannssonar bankastjóra á frelsun sinni er ekki frambærileg. Ef hann frelsaðist í lok bankaferilsins, hefði hann ekki reynt með Hannesi Smárasyni að ræna mannauði Orkuveitu Reykjavíkur. Og með hjálp Vilhjálms Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar. Það var illt verk og bar ekki vitni um neina frelsun. Það er ekki fyrr en eftir langa útlegð í Noregi, að Bjarna fannst ráð að kaupa aflátsbréf. Svo má muna, að Bjarni fékk að selja bankanum pappír fyrir sjö milljarða með markaðsgengissvindli.