John Sifton og Sam Zia Zarifi skrifa í International Herald Tribune um tæplega tveggja ára hernám Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan. Human Rights Watch hefur nýlega komizt að raun um, að öryggi borgaranna fer minnkandi. Illræmdir herstjórar vaða uppi, fjármagnaðir og vopnaðir af Bandaríkjunum. Stuðningur almennings fer vaxandi við neðanjarðarhreyfingu Talibana. Lögregla, her og leynilögregla, sem hernámsliðið kom á fót, taka þátt í glæpum af ýmsu tagi. Víða er ástandið verra en á valdadögum Talibana. Vestræn áhrif eru eingöngu í höfuðborginni Kabúl og jafnvel þar eru herstjórar áhrifamiklir. Reynslan af hernámi Bandaríkjanna í Afganistan boðar ekki neitt gott um hernám Íraks.