Áfengi verra en heróín

Punktar

Mér kemur ekki á óvart, að áfengi er talið verra en heróín. Svo mikill og sýnilegur er áfengisvandinn. Aðeins af sagnfræðilegum ástæðum er hægt að skilja léttúð kerfisins í garð áfengis. Því er gott að sjá Gnarrista í Reykjavík amast við drykkjuæðinu í miðbænum um helgar. Hitt væri þó enn betra, að ríkið tæki yfir sölu fíkniefna. Notaði apótek eða áfengisbúðir sem útsölustaði. Mundi kippa fótunum undan Vítisenglum og neðanjarðarhagkerfinu yfirleitt. Mundi færa ríkinu árlega sjö milljarða í nauðsynlegum tekjum. Þar af gæti einn milljarður farið í forvarnir og meðferð. Hitt er hreinn gróði.