Afbragðs blanda

Punktar

Stefna ríkisstjórnarinnar á einfaldri íslenzku er þessi: Við styðjum öll góð mál með því að setja þau í nefnd, meta þau, endurskoða og hafa samráð um þau, greina og endurmeta, kanna og hafa áhyggjur af. Ræðum þau að minnsta kosti. Hins vegar verður engu fé ráðstafað til þessara góðu mála og engar tekjur innheimtar í því skyni, þótt slíkar séu greiddar í næstu löndum, svo sem fjármagnstekjuskattur, auðlindarenta og skattasniðganga. Góðvild ríkisstjórnarinnar er alltumlykjandi, en tekjuöflun „pólitískur ómöguleiki“, því að „skattar eru ofbeldi“. Annars vegar velferðarstefna og hins vegar íhaldsstefna. Telst vera „afbragðs blanda“.