Ómerking Hæstaréttar á afturvirkum gengishagnaðarlögum er mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og meirihluta hennar á Alþingi. Lögin voru samin á vegum Árna Páls Árnasonar, þáverandi bankaráðherra. Hann ætti að segja af sér, ef ekki væri þegar búið að reka hann. Ríkisstjórnin hefur oft rambað á feigðarbrún og núna nær brúninni en nokkru sinni fyrr. Ólög þessi voru sett til að eyða óvissu, sem kom fram í fyrri túlkun Hæstaréttar í svipuðu álitamáli. Bankar heimtuðu nánari vinnureglur og lögmenn bankaráðuneytisins smíðuðu klúður. Ríkisstjórnin hefur ætíð haldið mjög einfeldningslega á málefnum skuldara.