Fáránlegustu fyrirsögn aldarinnar gaf að líta á forsíðu Moggans í dag: “Ekki mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni.” Þetta sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri grátarafélagsins Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Hann sagði kvótagreifana á Porsche-bílunum vera mjólkurkýr. Aðra eins firru hef ég aldrei heyrt. Kvótagreifar eru ekki mjólkurkýr, heldur afætur í útgerð. Þeir stálu kvótanum, sem þjóðin taldi sig eiga. Þeir settu kvótann í pant í fjárhættuspili. Skipin, skipstjórarnir, sjómennirnir, kvótinn, allt þetta verður áfram til, þótt kvótagreifar hverfi til Tortola og sjáist ekki meir.