Ævin styttist um góðu árin

Punktar

Stöku sinnum sé ég þá kenningu, að tóbaksfíkn og áfengisfíkn séu minni baggi á samfélaginu en almennt er talið. Þetta fólk deyi fyrr en ella og sé því síður baggi á þjóðinni í ellinni. Brynjar Níelsson hélt þessu fram nýlega á Pressunni. Þar vantar þá staðreynd, að tóbaks- og áfengisfíklar deyja ekki bara fyrr en aðrir, heldur eldast þeir fyrr en aðrir. Heilsufarsvandi þeirra hefst fyrr en annarra með tilheyrandi kostnaði samfélagsins. Ævi þeirra styttist ekki um erfiðu árin við ævilok, heldu um styttist hún um góðu árin í blóma lífsins. Um góðu árin, þegar fólk á að geta verið á fullu í starfi.