Byltingin í Líbýu fór aðra leið en byltingarnar í Túnis og Egyptalandi. Þær byrjuðu allar með óeirðum ungs fólks, sem vildi innleiða nútíma. En í Líbýu breyttist hún fljótlega í opið stríð milli ættbálka. Í Túnis og einkum þó í Egyptalandi er fólk Túnisar og Egyptar. Hermenn fást þar varla til að skjóta á eigin þjóð. Því hrundu varnir kerfisins. Í Líbýu hins vegar sjá hermenn ekkert athugavert við að skjóta niður aðra ættbálka eins og hunda. Eða jafna bæi þeirra við jörðu. Líbýa er að grunni til frumstætt ættbálkasamfélag. Því misheppnaðist bylting, sem byrjaði sem óeirðir framfarasinnaðra borgarbúa.