Ætíð ósammála Brynjari

Punktar

Í hvert sinn sem Brynjar Níelsson opnar munninn, er ég ósammála því, sem hann segir. Nú segir hann borgina ekki geta notað málaskrá löggunnar sem grundvöll ákvörðunar um framtíð drykkjukráa við Laugaveg. Mér finnst einmitt líklegt, að tíðar heimsóknir löggunnar á Monaco og Monte Carlo segi þá sögu, sem segja þarf. Geri mér samt grein fyrir, að skoðanir Brynjars á þessu sem og öðru eru í samræmi við álit margra lagatækna. Þeir telja tæknilegar hindranir mega ráða meiru en framgangur réttlætis. Héraðsdómur taldi um daginn, að markvisst Exeter-svindl hefði hugsanlega verið framið bara óvart.