Æpt á fortíðina

Punktar

Flestar frægar miðborgir, sem þykja notalegar og laða til sín ferðamenn, hafa yfirbragð ákveðins tíma í sögunni. Þannig er miðbær Kaupmannahafnar og Amsterdam og þannig eru Feneyjar allar. Þegar nýtt hefur verið byggt á þessum stöðum, hefur oftast verið reynt að láta nýjar byggingar falla að hinum gömlu, en ekki látnar æpa á það, sem fyrir er. Hér á landi hefur hönnun húsa í gömlum hverfum hins vegar oft verið látin æpa á fortíðina. Það virðist vera útbreiddur misskilningur sumra íslenzkra arktitekta, að verk þeirra sjálfra beri af verkum forgöngumanna í faginu.