Kvótagreifar og aðrir bófar halda þjóðinni í gíslingu eins og stórbændur héldu forfeðrum okkar í vistarböndum. Frelsið kom þá frá Kaupmannahöfn, en senn mun það koma frá Bruxelles. Arðræningjar auðlindanna halda úti tveimur stjórnmálaflokkum, Mogganum og fleiri fjölmiðlum. Kosta baráttuna gegn fyrningu kvótans og gegn aðild að Evrópusambandinu. Arðræningjunum er verst af öllu við Evrópusambandið. Telja það munu banna arðrán og þrælahald. Muni taka kvóta af greifunum, banna tollmúra, lækka vexti, hækka laun skrílsins. Nú sem fyrr ætti barátta okkar einkum að vera við innlendra arðræningja.