Bankastjórar fara ekki eftir samkeppnislögum og eigendastefnu ríkisvaldsins. Þeir taka stórskuldug fyrirtæki í gjörgæzlu, pumpa í þau peningum. Draga þannig skóinn niður af heilbrigðum fyrirtækjum, sem eru utan gjörgæzlunnar. Þetta býr til óheiðarlega samkeppni, skaðar langtímahagsmuni viðskiptavina. Það er mat norrænna stjórnenda samkeppniseftirlits, sem funduðu í Reykjavík í vikunni. Ríkisstjórnin áttar sig á, að atvinnuástand fer ekki eftir lífi og dauða einstakra fyrirtækja. Önnur fyrirtæki taka upp slakann, þegar eitt fer á hausinn. Bankastjórarnir hafa hins vegar ekki fattað þetta ennþá.