Umhverfisstofnun kveikti ekki á díoxínmengun frá sorpbrennslum víða um land. Sendi kurteis áminningarbréf, beitti engum viðurlögum. Ekkert sveitarfélag tók neitt mark á tuði hennar. Sama er að segja um eftirlit með verksmiðjum. Nokkrum sinnum boðaði Umhverfisstofnun komu sína til Becromal á Krossanesi. Það þurfti samt Kastljós og Helga Seljan til að láta framkvæma mælingar, sem sýna margfalda leyfilega mengun. Umhverfisstofnun starfar árið 2011 enn að hætti ársins 2007. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri hefur aðgerðaleysi að leiðarljósi. Til þess hefur Umhverfisstofnun 75 starfsmenn. Geðveikt rugl.