Aðför á ábyrgð Davíðs

Punktar

Davíð Oddsson talar um aðför nafnlausra braskara að krónunni. Gerum ráð fyrir, að það sé rétt. Þá var það rangt hjá honum á löngum ferli forsætis, að ganga ekki í Evrópusambandið. Í því tilviki værum við búnir að vera með evru í nokkur ár. Enginn braskari getur gert aðför að evrunni. Hún hefur ekki haggast í kreppunni. Evran er nánast úr skíra gulli. Með frekju og yfirgangi hindraði Davíð Oddsson umræðu í samfélaginu um aðild að evru og Evrópu. Hann sjálfur og jábræður hans bera ábyrgð á því, að rammi íslenzku útrásarinnar var og er of ótraustur. Að hægt er að gera aðför að krónunni.