Aðalsteinn í afneitun

Punktar

Aðalsteinn Þorsteinsson er í afneitun eins og aðrir fjármálabófar landsins. Forstjóri Byggðastofnunar tapaði rúmlega milljarði af opinberu fé með því að lána það sparisjóðum án nokkurra trygginga. Segir þetta vera samkvæmt lögum og reglum. Samkvæmt Aðalsteini máttu bankastjórar skafa banka og sparisjóði innan. Samkvæmt honum er í samræmi við lög og reglur að afhenda vildarvinum alla peningana. Og aldeilis frábært að fara svo til ríkisins og heimta nýja milljarða til að leika sér með. Byggðastofnun er komin í gjörgæzlu ríkisins eftir furðulega fjármálastjórn Aðalsteins. Hann er í sömu afneitun og aðrir.