Að vera með Orkum

Punktar

Biskup kvartaði ekki yfir fúnum og lekum Landspítala, heldur fátækum kirkjum. Við því var að búast eins og fölsunum á eign kirkjunnar á menningunni. Kristni er hluti okkar, en hún er ekki þjóðarsagan. Hér er ásatrú og Mammonstrú. Fólk skilur líka, að ekki þarf himnesk verðlaun til að haga sér vel. Siðir verðlauna sig sjálfir. En hún gekk lengra, vildi láta leiða aðkomulýð í kirkju. Þjóðrembd hugsun í stíl Flokksins í Kína, sem þvingar kristna til að nema þjóðrembu. Var að fiska í gruggugu eins og Framsókn. Mér varð illt. Þakka þó, að hún fríaði mig kirkjulausan af að vera Sannur Íslendingur. Vil sízt vera þar með Orkum.