Að vera ekki stjórntækur

Punktar

Að vera ekki stjórntækur er umdeilt hugtak. Notað til að kvarta yfir meintum samstarfsmönnum. Felur í sér, að pólitíkus hafi of stórt egó og sé erfiður í samstarfi. Felur í sér, að flokkur hafi pólitíkusa með of stórt egó. Í báðum tilvikum er niðurstaðan sú sama. Menn reyna að forðast samstarf við slíka aðila. Sé flokkur ekki talinn stjórntækur, fara hugsanlegir samstarfsaðilar yfir á hina gangstéttina. Þeir, sem taldir eru vera ekki stjórntækir, missa áhrif, sem aðrir hafa. Meirihluta-lýðræði byggist á samstarfi, ekki á egói eða “eigin samvizku”. Þannig er hin praktíska hlið pólitískra samskipta.