Ríkisstjórnin segir, að nú verði þjóðin “að standa saman”. Eins og asnar meðan byrðarnar eru hengdar á bak. Þótt Davíð sé enn í Seðlabankanum. Þótt þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um veðsetningu upp á fimm milljónir króna á hvert mannsbarn. Þótt enginn hafi verið dreginn til ábyrgðar fyrir hrun af innlendum mannavöldum. Þótt toga verði með töngum upp laun bankastjóra. Þótt nefndir og ráð séu enn handvalin. Þótt þjóðin sé skilin eftir andvaka dögum og vikum saman, meðan Geir er á leyndó með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og brezkum terroristum. Þótt öll loforð bregðist. Standa saman, segja þeir.