Að missa sambandið

Punktar

Hrun Samfylkingarinnar er flókið fyrirbæri. Hófst með því, að gamla undirstéttin breyttist. Útlendingar tóku yfir erfiðu störfin úti í skurðum eða inni á hótelum.  Stéttarfélög höfðu lítinn áhuga á vanda þeirra. Samband flokks og stéttarfélaga rofnaði og hvort tveggja datt úr tengslum við fátæklinga. Láglaunafólk nútímans er annað en áður og leitar ekki skjóls hjá verkalýðsleiðtogum, sem totta vindla með atvinnurekendum. Hafa engan áhuga á stéttabaráttu. Og auðvitað ekki frekar á Samfylkingunni, sem er núna griðastaður háskólamenntaðra kvenna. Þær hafa áhuga á hagsmunum undirhópa og bíllausum lífsstíl. Samfylkingin svífur því um í tómarúmi.