Að halda sjó var sigur

Punktar

Sigur Samfylkingarinnar er ekki meiri en svo, að fylgið stendur í stað, ef litið er til þriggja síðustu kosninga. Raunar fékk flokkurinn meira fylgi árið 2003. Sigurinn felst í að veðra ábyrgðina á hruninu. Þjóðin fyrirgaf flokknum ábyrgðina, því að hann sleit stjórnarsamstarfinu og fann heilaga Jóhönnu. Það var Jóhanna, sem dró sigurvagninn, ekki frjálshyggjudrengir, sem fengu frítt far inn á þing. Varið ykkur á Björgvin Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þeir hafa ekkert reformerast. Þeir munu ekki telja sig þurfa á Jóhönnu að halda, þegar frá líður. Þeir eru alls engir kratar norrænir.