Að eiga fyrir krabbameini

Punktar

Í gamla daga vildi fólk stefna að því að eiga fyrir útförinni. Nú segja svörtu gárungarnir, að þú þurfir að eiga fyrir krabbameininu. Kostar nefnilega meira en milljón á ári að borga krabbamein. Afleiðing af aukningu á kostnaðarþátttöku veika fólksins. Fólk greiðir sjálft síaukinn hluta af lyfja- og lækniskostnaði. Og nú á að einkavæða aukinn hluta kerfisins. Því fylgir ört vaxandi hluti eigin kostnaðar. Fátækir hafa ekki lengur efni á tannlækningum og augasteinaskiptum og hvað þá krabbameini. Svo segja pólitískir bófar, að hrunið heilsukerfið sé í fínu lagi. Þar með er leiðindamálið afgreitt og þarf ekki að ræða það frekar.