Íslenzka ríkið hefur enn ekki ábyrgzt IceSave reikninganna. Pappírar um það efni binda ekki fjárveitingavaldið, sem er hjá Alþingi. Ráðherrar í fyrri ríkisstjórnum binda ekki ríkið fjárhagslega frekar en núverandi ráðherrar. Minnismiðar og plögg og yfirlýsingar og samstarfslýsingar í ráðuneytum binda ekki ríkið fjárhagslega. Allt slíkt er hlutskipti Alþingis. Þess vegna er ekki búið að ábyrgjast IceSave. Það gerist, ef og þegar Alþingi samþykkir samninginn við Bretland og Holland. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fara rangt með, er þeir segja Alþingi verða að staðfesta áður gerða hluti.