Að því marki sem IceSave fé hefur runnið til innantómra útrásarfyrirtækja er það glatað fé. Að því marki sem það hefur runnið til kaupa á marklausum pappírum er það glatað fé. Annað IceSave fé fæst til baka að nokkru og sumt að fullu. Að því marki er á löngum tíma hægt að ná fé upp í greiðslur til innistæðueigenda. En þeir vilja fá sitt fé strax. Afleiðingin af að taka skammtímalán og veita langtímalán. Bretland veitir Íslandi lán til að brúa bilið. Síðan verður reynt að koma eignum IceSave í verð. Ábyrgðarþjóðin sjálf fær að venju alls ekkert að vita um raunverulega eignastöðu IceSave.