Ábyrgðarleysi breiðist út

Punktar

Paul Krugman skrifar íhugula grein í New York Times um upphlaupið í Kaliforníu, þar sem ábyrgðarlaus fjármálastjórn af hálfu þingsins byggist á gegndarlausum kröfum borgaranna um skattalækkanir og aukna þjónustu ríkisins. Umræðan snýst hins vegar ekki um fjármálin, heldur persónu ríkisstjórans, Gray Davis, sem margir vilja hrekja frá völdum. Krugman rökstyður, að ábyrgðarleysi þingsins í Kaliforníu endurspegli ábyrgðarlausa meðferð bandarískra ríkisfjármála og sé forsmekkur af svipuðu ábyrgðarleysi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þetta vekur hugmyndir um, hvort fleiri lönd, þar á meðal Ísland, sigli í kjölfar Bandaríkjanna á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.