Ábyrgðarlausir í prófkjöri

Punktar

Nærri helmingur Íslendinga er í stjórnmálaflokki. Það stafar af þáttöku í prófkjöri. Sums staðar greiðir fólk atkvæði í prófkjöri allra flokka, sem bjóða upp á slíkt. Þetta fólk skortir siðferðilegan grunn. Íslendingasagan lýsir sér í þessu. Hér býr ábyrgðarlaus þjóð, sem telur sér kleift að valsa milli flokka nánast vikulega. Sem leggur í stæði fatlaðra. Sem vinnur svart og þiggur atvinnuleysisbætur. Sem kýs Flokkinn, er bjó til IceSave. Brjálast samt í hvert sinn, er koma betri útgáfur af samningi. Sem býr í 400 fermetra húsnæði og stofnar hagsmunasamtök um bágindi sín. Ábyrgðarlausa þjóðin.