Hagsmunaaðilar ganga lausir og segja krónuna of hátt skrifaða. Þeir tala niður gengi krónunnar. Samt er dollarinn enn ofan við 60 krónur og evran komin yfir 90 krónur. Hún hefur fylgt dollar fremur en evru. Á sama tíma eru vextir hækkaðir á íbúðalánum. Greiningadeildir bankanna ganga lausar og benda fólki á að taka lán í erlendum gjaldeyri. Þar séu vextir mun lægri. Þegar þeir eru búnir að ljúga nógu marga inn á þetta, verður krónan lækkuð og fjöldi skuldugra íbúaeigenda verður gjaldþrota. Engin fyrirstaða er í landinu gegn ábyrgðarlausu þrugli hagsmunaaðila og greiningadeilda banka.