Haraldur Johannesson telur sig ekki þurfa “að fara að ítrustu lögum”. Hann virðist flokka lagagreinar á skala, sem gott væri að fá birtan. Merkilegast við orðin er, að ríkislögreglustjóri lítur á lög sem viðmiðunaratriði. Eins konar draum, sem kannski verði að veruleika í fjarlægri framtíð. Óhollt hlýtur að vera sérhverri þjóð að hafa ríkislögreglustjóra með svo brenglaða sýn á lög. Fleiri skauta á merkingu orða. Ríkisendurskoðandi talar um, að ríkislögreglustjóri “fari á svig við lög”. Þetta orðalag kom með blöðrunni, er litið var á lög sem hindrun. Rétt orðalag er hins vegar að “brjóta lög”.