Á sér ekki viðreisnar von

Punktar

Geir Haarde á sér ekki viðreisnar von eftir fjölþætta lygi síðasta mánaðar. Vinnur hvorki traust þjóðarinnar né útlendinga. Er ekki heldur í neinum björgunaraðgerðum. Tími hans fer í að neita að upplýsa, halda öllu leyndu og komast að, hver lak hverju. Slíkur getur ekki verið forsætis á erfiðum tímum. Slíkir duga sízt, þegar krafizt er, að fólk standi saman. Hann teflir bara fram óhæfum Seðlabanka og óhæfu Fjármálaeftirliti. Bankinn getur ekki endurlífgað utanríkisviðskipti. Og eftirlitið getur ekki lífgað bankana. Þar rekur hvert hneyksli annað, með aðild manna frá eftirlitinu.