Forsætisráðherra skrifar meira um borgarmál en þjóðmál. Raunar búinn að gefast upp á þjóðmálunum. Innlegg hans þar leiða yfirleitt til háðslegra athugasemda álitsgjafa. Hann hefur ekkert respekt sem forsætis og ríkisstjórn hans er sú versta í sögu lýðveldisins. Öðru máli gegnir um borgina. Sigmundur nýtur þess að hafa grautað í skipulagsfræðum á próflausum vergangi sínum um erlenda skóla. Hefur skoðanir á borgarskipulagi og setur fram markvissa gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar. Viðbrögð álitsgjafa eru snöggtum jákvæðari en í landsmálunum. Fallisti landsmálanna er orðinn að leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Reykjavík.