Á að friða Geir?

Punktar

Sannleiksnefndin vildi láta ákæra fjóra ráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hindruðu í atkvæðagreiðslu að þrír þeirra yrðu ákærðir. Þannig varð Geir einn eftir. Davíð Oddsson var ekki heldur ákærður. Lagatækni úti í bæ var falið að ákveða það. Þannig slapp höfuðpaur hrunsins og þannig sluppu samráðherrar Geirs. Ábyrgð hans á hruninu minnkar samt ekki, þótt aðrir sleppi. Samkvæmt lögum eru þeir ákærðir, sem næst til, þótt aðrir sleppi. Þannig verða sumir bankabófar ákærðir, þótt aðrir sleppi. Mál Geirs er fyrir lögboðnum Landsdómi. Þar verður dómur síðan kveðinn upp.