Corletta Bürling hefur rétt fyrir sér. Hún segir það glæp að breyta farvegi heillar jökulár. Þýzkuþýðandi Harðskafa Arnalds Indriðasonar hefur glöggt auga gestsins. Íslendingar eru tuttugu til þrjátíu árum á eftir tímanum í umhverfismálum. Það segir hún í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Þekkir vel til, var forstöðumaður Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík 1983-1998. Hún segir, að ekki sé hægt að ræða vitsmunalega um brýn mál hér á landi. Fólk sé bara stimplað í hópa og afgreitt út af borðinu. Menn bulli um, að þeir séu náttúruvænir, en fremja þó stærri umhverfisglæpi en hægt sé að lýsa.
