Landsfeður sagðir glæponar

Punktar

Corletta Bürling hefur rétt fyrir sér. Hún segir það glæp að breyta farvegi heillar jökulár. Þýzkuþýðandi Harðskafa Arnalds Indriðasonar hefur glöggt auga gestsins. Íslendingar eru tuttugu til þrjátíu árum á eftir tímanum í umhverfismálum. Það segir hún í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Þekkir vel til, var forstöðumaður Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík 1983-1998. Hún segir, að ekki sé hægt að ræða vitsmunalega um brýn mál hér á landi. Fólk sé bara stimplað í hópa og afgreitt út af borðinu. Menn bulli um, að þeir séu náttúruvænir, en fremja þó stærri umhverfisglæpi en hægt sé að lýsa.