Ossetar eru sérstök þjóð eins og Baskar, Skotar og Íslendingar. Ótal slíkar þjóðir eru utanveltu, hafa ekki réttarstöðu ríkis. Oftast eru þær ofsóttar, þar á meðal Ossetar í Georgíu. Vaxið hefur skilningur í Evrópu á, að slíkar þjóðir hafi rétt. Þótt réttur til sjálfsákvarðana gangi þvert á fullveldi ríkisins, sem kúgar smáþjóðina. Evrópusambandið hefur mildað spennuna milli fullvalda ríkja og smáþjóða. Sambandið hefur aukið rétt Skota og Baska. Það hefur bætt réttarstöðu þjóða, sem eru minni en ríki og meiri en hérað. Spánn hefur reynt að laga sig að þessari hugsun. En það gerði Georgía ekki.
